06. janúar 2016

Gleðilegt nýtt ár

Þá er komið nýtt ár og það gamla liðið. við vorum ekki þau duglegestu að halda síðunni lifandi síðata árið, en ætlum að bæta úr því þetta árið. eitt aðal nýársheitið er að vera að dugleg að uppfæra heimasíðunna. Helst í fréttum er að það er búið að vera mikið um að vera í tamningum og þjálfun í haust og síðasta árið. árið gekk sinn vana gang með hesta stússi og af til einsköku snúningum kringum sauðfjárræktina. við erum búin að vera vinna í að taka sölusíðunna í gegn svo endilega skoðið úrvalið sem er kynnt þar og er það ekki endanlegt gætum eitthvað fleyra í pokahorninu ef vel er að gáð. munum koma með fleiri og nánari fréttir á næstunni af síðasta ári og því sem við erum að fást við hverju sinni bestu kveðjur úr borgarfirðinum með von um skemmtilegt ár framundan. 

02. desember 2014

Kynbótahrútarnir sem til notkunnar eru í ár.

 

Gráni frá Haukatungu 87,5 stig. feykilega öflugt lamb. Kominn m.a.útaf Grábotna og Kveik frá Hesti og afurða og gæðakyni í móðurætt. Einar frá Gilsbakka 85,5 stig. stór og þroskaður viktaði 61 kóló í september. fengum hann hjá Gilsbakkabændum í haust. hann er af miklu mjólkur og afurða kyni.
Feri frá Skáney 83,5. fagurlega skapað jafnvaxið lamb sem tekið er eftir ekki síst vegna myndarlegs hornvaxtar.  tilvalinn ef einhver vill ná sér í velgerðar ferur. Bjargar frá Hægindi 83,5 stig. jafnvaxið myndarlamb með fullkominn lit. leituðum víða af móflekkóttum hrút í haust, greynilega mjög sjaldgæft að eiga nothæfan hrút í þessum lit, en hún Björg í Hægindi lumaði svo á einum.
Hugur frá Haukatungu 85,5 stig. fengum hann í Haukatungu í haust veturgamlann. Hugur er undan Prúð frá Ytri Skógum. hann skilaði í haust gerð 10,57 sem er nokkuð gott, verður spennandi að sjá hvernig hann blandast hér.     Þetta er Hann Gaddur frá Haukatungu 4 vetra. hann höfum við átt síðustu í 2 ár en seldum núna. hann hefur skilað okkur topp lömbum. mikill kynbótagripur hér á ferð. skilur eftir sig góðan dætra hóp. 
Hér fyrir neðan gæti Gaddur verið að setja Fera fyrir hvernig eigi að hafa stjórnina í húsunum eftir að hann kveður bæinn.

01. desember 2014

Námskeið með Jakobi Sig.

Námskeið var hjá okkur með Jakobi helgina 20-21 nóv. hér eru þeir Skúli og Kobbi að fara yfir málin.  Þátttakendur voru 11 talsins í þetta skiptið. Berglind kom með hann Frakk sinn frá Laugavöllum.
Tímarnir voru einkatímar og var því mjög einstaklings miðaðir. Randi og Skörungur eru hér bæði að fara yfir nýustu skilaboðin. Sigrún og Sparisjóður voru í stuði og gustaði af þeim er þau þeistu um salinn fyrir Jakob.
og það dugði ekkert minna enn að fá auka kennara fyrir vestan frúnna. Sparisvipurinn uppmálaður af einbeitingu.
Kristin Eir og Skúli misstu sko ekki af neinu á pöllunum. Heimasæturnar á Laugvöllum komu til að fylgjst með mömmu sinni og mannlífinu í sveitinni.
Elísa var komin frá Hólum til að hressa sig við fyrir jólaprófin. og stilla hann Blakk sinn fyrir veturinn á Hólum. Harpa á Syðstu-Fossum í léttri sveyflu á honum Sólon sínum, efnilegt fyrir vetramótin.
Kristín Eir og Keila létu nú ekki svona tækifæri fara fram hjá sér að komast í tilsögn hjá meistara Jakob. létt yfir þeim Kristínu Eir, Keilu ,Kobba og Sunnu á góðri stundu.
Halldór kominn vestan úr Söðulsholti með efnilega hryssu. Svavar tamningarmaður í Runnum kom með fola frá honum Fúsa í Skrúð.
Móa mætti með hana Tvennu 4vetra. hér eru þær í töltsveiflu með Kobba. Johanna á Hofsstöðum kom með móvindóttan fola frá Hofsstöðum í tilsögn.
 Þökkum Jakobi fyrir skemmtilegt og lærdómsríkt námskeið. Eins öllum sem mættu og tóku þátt. Jakob kemur vonandi einhverjar kvöldstundir til okkar í vetur með smá tilsögn. Næsta stóra námskeið hér á Skáney verður helgina 24-25 Janúar, þá verður kennari Anton Páll Níelsson. Tamið er og þjálfað þessa dagana og hefur bæst í knapahópinn en hann Atli Steinar er kominn til okkar aftur. Töluvert er verið að stússa í kringum kindurnar og farið að undirbúa sauðburð í fyrrafallinu með sæðingum. munum koma með myndir og kynningar á kynbótahrútunum á næstu dögum.

14. nóvember 2014

Fleiri haustfréttir

 

Áfram skal haldið með haustfréttirnar. Smalamennskur og fjárrag er að mestu lokið, hrútar eru komnir á hús og munum við birta myndir af þeim síðar til gamans. Mörg vel ættuð og spennandi trippi eru á húsi hjá okkur þessa dagana sem eru t.d.undan Þyt, Sólon, Svaka, Laufa og Þórfinni sem eru allir frá Skáney. Eins eru trippi undan Dyn frá Hvammi, Hrym frá Hofi, Álfgrím frá Gullberastöðum, Seið frá Flugumýri, Blæ frá Hesti, Gretti frá Grafarkoti, Borða frá Fellskoti, Óm frá kvistum, Kvist frá Skagaströnd og Hrímni frá Ósi. Eins og sést á feðra upptalningunni eru þetta ólíkar og skemmtilegar hestgerðir sem eru í hesthúsinu þessa dagana. Eftirspurn eftir hestum til sölu hefur verið ágæt í haust og hafa nokkur skemmtileg hross farið til nýrra eigenda.   
Hann Tópas okkar er fluttur til Þýskalands, hann verður örugglega mikill gleðigjafi þar enda var hann í miklu uppæahaldi hjá okkur. verður gaman að fá fréttir frá honum á næstunni.
Hún Dyngja Þytsdóttir er flutt til Svíþjóðar. Hún á eftir að verða til mikils sóma hjá nýjum eigenda enda er hér á ferðinni mjög spenndi hryssa sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni.
Hún Berghildur frá Skáney 2. vetra hefur skipt um eiganda sem býr í svíþjóð. Berghildur er undan Kandís frá Litlalandi og Gjálp frá Skáney. Hún mun verða áfram hjá okkur í uppeldi.
Hann meistari Anton frá Skáney flutti til Finnlands og er að standa sig mjög vel hjá nýjum eiganda. Randi heimsótti hann um daginn og er mikil ánægja á þeim bænum sem er gaman að heyra.

Hann Gullfaxi hefur eignast nýjan eiganda í Færeyjum. Hann verður hjá okkur í þjálfun í vetur. hér er á ferðinni skemmtilegur foli sem verður gaman að fylgja eftir í vetur og verður án efa flottur undir nýjum eiganda.
11. nóvember 2014

haustfréttir

Haustið er komið vel af stað þetta árið, frumtamningar hafa gengið vel fyrir sig með skemmtilegum og prúðum trippum. Erum yfirleitt 3 að í hesthúsinu Haukur,Randi og svo kom hún Móa frá Svíþjóð að hjálpa okkur. Randi hefur farið nokkrar ferðir út í haust að kenna, til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, kom frá Noregi nú í vikunni, var þá síðast á Haavemoen við Lillehammer, hún hefur nú tekið sér pásu fram á nýtt ár frá kennslu erlendis. Við förum nú að huga að því að taka meira tamin hross á hús til þjálfunar, þannig að það eru skemmtilegir tímar framundan. Námskeið fara að byrja hjá okkur í vetur bæði sem við kennum og eins með gestakennurum, helgina 20 og 21 nóvember verður hann Jakob Sigurðsson með námskeið hjá okkur, en hann kom nokkrum sinnum síðasta vetur sem þótti takast mjög vel. 
Hérna er hún Brynhildur frá Skáney ásamt þjálfara sínum henni Emmu. Þær hittir Randi reglulega í kennslu þegar hún fer til Segerböck fjölskildunnar í Svíþjóð. Gaman að fylgjast með þeim þróast saman.
Brynhildur eignaðist folald í fyrra og tók sér því pásu frá þjálfun eins og vera ber. Hún er komin vel á stað aftur og verður spennadi að sjá þær vinkonurnar áfram með meiri þjálfun.
 
 
Hérna er hún Framtíð frá Skáney nýlega fædd í sumar, hún er undan List frá Skáney og Straum frá Feti. Framtíð hefur verið seld Finnskri vinkonu okkar en verður hér hjá okkur áfram í uppeldi, efnilegt og spennandi trippi hér á ferðinni.
Ægir frá Skáney er undan Rán f Skáney og Skjanna frá Nýjabæ 4.vetra gamall. Hann hefur eignast nýja eigendur í Finnlandi og heldur á vit nýrra heimkinna á næstu dögum. Hér er hún Elísa að temja hann síðasta haust.                                                                                                              

15. september 2014

Skemmtilegir og hressir Færeyjingar í heimsókn í göngur og réttir

Göngur voru á Arnarvatnsheiði um liðna helgi, hér eru menn og kindur að renna síðasta spölinn í Fljótstungurétt. Hér fyrir neðan eru svo Andrias og Olafur frá Færeyjum með Bjarna sem fararstjóra á leið í fyrirstöður á heiðinna.
 
Kristín Eir og Keila eru duglegar að æfa sig við hvert tækifæri sem gefst, hér eru þær að koma úr reiðtúr með Færeyskum vinum okkar sem eru í heimsókn. Kristín Eir 5. ára og Keila 6. vetra.
Andrias klár í slaginn í göngunum. Bjarni kominn niður af heiðinni á tveim folum.
Sáttir Færeyjingar komnir niður í réttir eftir góðan smaladag í sól og blíðu. Olafur að leggja af stað klár í hvað sem er.

Slappað af eftir góðann dag og þriðji vinurinn mættur hann Petur lengst til hægri.
sáttir með lífið þessir tveir!!!!
Að sjálfsögðu var hann Kristleifur á Sturlu-Reykjum mættur til að þetta gengi nú allt vel fyrir sig. verið að skoða rollurnar, smá hik í fyrstu hjá yngri ormunum enn það kom nú fljótt hjá þeim og farið að þeisa um á rollubaki fyrr enn varði
Jón hennar Villu kominn til byggða eftir vel heppnaða ferð í leitir enn hann var að fara í sínar fjórðu göngur og fer að þekkja mel frá mýri. Villa mætt í réttir með sína orma þá Bjarna Val og Einar Inga. að athuga hvort hann Jón myndi ekki skila sér í réttirnar.
Einar Ingi ákvað að það væri vissara að vera fyrir utan réttar vegginn í þetta skiptið, eða allavega ákvað mamma hans það. Kristín var fljót að rifja upp tökin hvernig ætti að gera þetta, fannst bara full þröngt á kindunum í réttinni þær næðu ekki hlaupa nógu hratt með hana.
Stóra-Ás bondinn hann Kolbeinn lét sig nú ekki vanta í réttirnar, hér eru þeir nú bara furðu eðlilegir Kolli og Haukur
09. september 2014

Haustverkin á fullu þessa daganna

 Allt á fullu í haustverkum þessa daganna, það er verið að koma hesthúsinu í stand fyrir veturinn verið að þvo og mála í hólf og gólf. smalamennskur komnar á fullan skrið. um síðustu helgi komu hér saman vaskur hópur góðra smala sem hjálpuðu okkur að koma fé heim og vikta, flokka og meta fyrir fyrstu förgun sem verður nú í vikunni. takk kærlega fyrir hjálpinna og ekki síður félagsskapinn öll sömul, Sigrún, Skúli, Mummi, Atli Steinar, jón og Villa. Svo eru göngur seinna í vikunni þegar haldið er á Arnarvatnsheiðinna í góðum félagsskap sveitunganna og réttarstúss í Fljótstungurétt næstkomandi laugardag.

Frumtamningartíminn fer svo í gang eftir réttirnar með spennandi trippum. Eins eru söluhross í trimmi heima svo endilega kíkið við ef einhver að leita sér að skemmtilegum hesti. 

Flestar hryssur eru nú farnar til sýns heima eftir heimsókn til stóðhestana hjá okkur í sumar flestar glaðar með nýju fyli. eins eru allar okkar hryssur komnar heim eftir heimsókn til fola. Hestar sem þær fóru til þetta sumarið voru m.a. Sjóður f Kirkjubæ, Hrannar f Flugumýri, Þóroddur f Þóroddsst, Auður f Lundum, Korgur f ingólfhvoli, Viti f Kagaðarhóli, Þorlákur f Prestbæ auk heimahestanna Þyts, Sólons, Skörungs og Þórs frá Skáney. Þannig að það lítur út fyrir spennandi folaldahóp næsta sumar ef allt fer eins til stendur. 

02. febrúar 2014

Ljós-þrif-kennsla og ísmót!!!

Mikið hefur verið um að vera hjá okkur síðustu vikur. Erum komin með lýsingu í reiðhöllina sem er nýtt líf og leisir af einn kastara sem við höfum notast við. kennsla er komin á fullan skrið bæði pollar og fullorðnir, höfum fengið hann Jakob Sig í Steinholti til að kíkja við hjá okkur í gestakennslu. Pollahópar eru byrjaðir í kennslu hjá okkur frá 4 til 9 ára. skeltum okkur á meistaradeild í Ingólfshvol um daginn og horfðum á fjórganginn sem var mjög gaman að sjá. kíktum með FT á sýningu í hestaleikhúsinu í Fákaseli og horfðum á vini okkar sýna flott atriði og verður gaman að fylgjast með þeirri frábæru hugmynd áfram. skeltum okkur á ísmót á Hvanneyri nú um helgina með ágætum árangri. hér fylgja nokkrar myndir frá hluta af því sem fram hefur farið.  
Ljósin taka sig vel út í loftinu í höllinni og allt annað líf að sjá hlutina í skýru ljósi!!
bjart og fínt.
allt að gerast Randi og Elísa notuðu tækifærið og struku yfir sperrurnar úr liftunni!!
Áhugasamir pollar komnir á bak og til í hvað sem er:)
efnilegir og duglegir krakkar!!!
Hrafnhildur og Vörður frá Sturlu-Reykjum í léttri sveiflu á námskeiði hjá Kobba.
Kristín fylgist vel með því sem fram fer í reiðhöllinni:)
Randi og Þytur sýna góð tilþrif í tíma með Jakobi.
Haukur og Sæld tölta um í kennslu með Kobba.
Frá ísmótinu á Hvanneyri máttum til með að smella mynd af henni Iðunni í Söðulsholti á Sólonsdóttur sem þau eiga:)
Haukur og Listfinnur sýndu góða takta og höfnuðu í 4 sæti, í sinni fyrstu ferð að heiman!!!
Elísa og hann Glófaxi töltu um á svellinu á Hvanneyri brosa líklega áfram eftir þessa skemmtilegu frumraun á ís!!